Hide

Problem R
Skattareiknivel

Languages en is

Sigurjón var valinn starfsmaður mánaðarins hjá Krabbaborgurum tólf mánuði í röð og fékk því mikla launahækkun. Sigurjón veit þó að hann fær ekki öll launin sín beint í vasann, heldur þarf hann að fyrst að greiða í lífeyrissjóð og séreignarsparnað og svo þarf hann að greiða tekjuskatt og útsvar af restinni. Sigurjón veit líka að í hverjum mánuði fær hann ákveðinn persónuafslátt sem dreginn er frá útreiknuðum tekjuskatti og útsvari og ef hann notar ekki allan persónuafsláttinn sinn einn mánuðinn þá má hann nota afganginn í næsta mánuði! Sigurjón vill vita hversu há laun hann fær útborguð í hverjum mánuði eftir alla skatta og gjöld en útreikningarnir eru of flóknir fyrir hann. Getur þú hjálpað Sigurjóni?

Skattur af launum einstaklinga er reiknaður á eftirfarandi hátt:

Fyrst þarf að greiða iðgjald í lífeyrissjóð og séreignarsparnað. Gjöldin eru reiknuð sem prósenta af heildarlaunum fyrir skatt. Heildarlaunin að frádregnum iðgjöldum eru kölluð skattstofn og er hann námundaður niður að næstu heiltölu. Við táknum þetta með $\lfloor x \rfloor $, því er $\lfloor 11.3 \rfloor = 11$ og $\lfloor 25.99 \rfloor = 25$. Til dæmis, ef einstaklingur er með $500\, 000$ krónur í mánaðarlaun og greiðir $4\% $ iðgjald í lífeyrissjóð og $1\% $ iðgjald í séreignarsparnað, þá greiðir einstaklingurinn $\lfloor 500\, 000 \cdot 0.04 \rfloor = 20\, 000$ krónur í lífeyrissjóð og $\lfloor 500\, 000 \cdot 0.01 \rfloor = 5\, 000$ krónur í séreignarsparnað. Skattstofninn er þá $500\, 000 - 20\, 000 - 5\, 000 = 475\, 000$ krónur.

Af skattstofni þarf að greiða tekjuskatt til ríkisins og útsvar til sveitarfélagsins sem einstaklingurinn býr í. Tekjuskattinum er skipt upp í mismunandi skattþrep en í hverju þrepi þarf að borga ákveðna prósentu af skattstofninum sem fellur inn í það skattþrep en útsvarinu er ekki skipt upp í þrep. Samanlagður tekjuskattur og útsvar nefnist staðgreiðsluskattur og er hann einnig námundaður niður að næstu heiltölu.

Árið 2023 eru eftirfarandi þrjú skattþrep á Íslandi og er gert ráð fyrir $14.67\% $ meðalútsvari:

Þrep

Laun

Skattshlutfall

$1$

$0$ kr. – $409\, 986$ kr.

$31.45\% $, þar af $16.78\% $ tekjuskattur

$2$

$409\, 987$ kr. – $1\, 151\, 012$ kr.

$37.95\% $, þar af $23.28\% $ tekjuskattur

$3$

$1\, 151\, 013$ kr. og meira

$46.25\% $, þar af $31.58\% $ tekjuskattur

Sé skattstofninn $475\, 000$ krónur fellur hann alveg yfir fyrsta skattþrepið, $409\, 986$ krónur í því þrepi, og að hluta yfir annað þrepið, $65\, 014$ krónur í því þrepi. Einstaklingurinn borgar því $31.45\% $ af fyrstu $409\, 986$ krónunum og $37.95\% $ af síðustu $65\, 014$ krónunum. Reiknaður staðgreiðsluskattur er þá $\lfloor 0.3145 \cdot 409\, 986 + 0.3795 \cdot 65\, 014 \rfloor = 153\, 613$ krónur.

Að lokum er persónuafslátturinn dreginn frá reiknuðum staðgreiðsluskatti og er útkoman sú upphæð sem einstaklingurinn þarf að greiða af skattstofninum. Ef reiknaður staðgreiðsluskattur er lægri en persónuafslátturinn þá safnanst persónuafslátturinn upp milli mánaða, en ekki aftur í tímann. Árið 2023 er persónuafslátturinn $59\, 665$ krónur á mánuði. Til dæmis, ef reiknaður staðgreiðsluskattur er $153\, 613$ krónur, þá þarf einstaklingurinn aðeins að greiða $153\, 613 - 59\, 665 = 93\, 948$ krónur af skattstofninum og fær því $475\, 000 - 93\, 948 = 381\, 052$ krónur í laun eftir að hafa greitt öll gjöld og skatta. Í þessu tilfelli var persónuafslátturinn fullnýttur og ekkert safnast upp milli mánaða.

Ef reiknaður staðgreiðsluskattur hefði verið $30\, 000$ krónur og persónuafslátturinn ennþá $59\, 665$ krónur þá hefði einstaklingurinn ekki þurft að greiða neitt af skattstofninum og $59\, 665 - 30\, 000 = 29\, 665$ krónur af persónuafslættinum hefðu verið ónýttar þennan mánuð. Næsta mánuð hefði einstaklingurinn þá átt verið með $59\, 665 + 29\, 665 = 89\, 330$ krónur í persónuafslátt.

Inntak

Fyrsta línan inniheldur eina rauntölu $l$, þar sem $0 \leq l \leq 4$, sem táknar iðgjaldið í lífeyrissjóð sem prósentu.

Næsta lína inniheldur eina rauntölu $u$, þar sem $0 \leq l \leq 4$, sem táknar iðgjaldið í séreignarsjóð sem prósentu.

Rauntölurnar tvær eru gefnar með nákvæmlega tveimur aukastöfum.

Næst koma tólf línur. Hver lína inniheldur eina heiltölu $m_{i}$, þar sem $0 \leq m_ i \leq 10^8$ fyrir öll sérhvert $i$, sem táknar launin sem Sigurjón fær í mánuði $i$.

Úttak

Skrifa skal út eina heiltölu $h$, samanlögð útborguð mánaðarlaun Sigurjóns yfir árið eftir alla skatta og gjöld.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

100

Engar frekari takmarkanir

Sample Input 1 Sample Output 1
4.00
1.00
50000
50000
50000
50000
50000
50000
50000
50000
50000
50000
50000
50000
570000
Sample Input 2 Sample Output 2
4.00
1.00
1000000
50000
50000
50000
50000
50000
50000
50000
50000
50000
50000
50000
1198290
Sample Input 3 Sample Output 3
4.00
1.00
50000
50000
50000
50000
50000
50000
50000
50000
50000
50000
50000
1000000
1472500